unnamed.jpg

Fyrirtækjaþjónusta

Frá streitu í kyrrð

Hugarsetrið tekur að sér að koma í fyrirtæki með stutta og hnitmiðaða fyrirlestra um áhrif streitu á líf okkar og heilsu. Í boði er að enda fyrirlesturinn á Jóga nidra djúpslökun í 20 - 30 mín. Rannsóknir sýna að jóga nidra er mjög áhrifarík aðferð til þess að kyrra hugann og ná þannig dýpri slökun til að öðlast betri stjórn á huganum og brjóta upp neikvæð hugsanamynstur. Jóga Nidra stuðlar einnig að auknu jafnvægi, betri svefni, dregur úr þunglyndi, kvíða og streitu, er endurnærandi, færir okkur meiri líkamsmeðvitund og vellíðan.

Kyrrðarjóga

MEDITATION-facebook-820x450 copy.jpg

Hugarsetrið tekur að sér að koma í fyrirtæki með stólajóga og/eða jóga nidra djúpslökun. Í boði er að vera 30 - 50 mín. Rannsóknir sýna að jóga og jóga nidra er mjög áhrifaríkar aðferðir til þess að kyrra hugann og ná þannig dýpri slökun til að öðlast betri stjórn á huganum og brjóta upp neikvæð hugsanamynstur. Jóga Nidra stuðlar einnig að auknu jafnvægi, betri svefni, dregur úr þunglyndi, kvíða og streitu, er endurnærandi, færir okkur meiri líkamsmeðvitund og vellíðan.