Námskeið

Listin að slaka með jóga nidra

Jóga nidra djúpslökun eða jógískur svefn er ævaforn tækni til þess að til þess að sameina hugleiðslu og slökun og mætti líkja við liggjandi hugleiðslu, þar sem þú ert leidd/ur inn í kyrrðina handan hugans. Viðkomandi liggur á dýnu, kemur sér vel fyrir með púða og teppum og nýtur þess að láta leiða sig inn í kyrrðina. Aðferðin er mjög áhrifarík til þess að kyrra hugann og ná þannig dýpri slökun til að öðlast betri stjórn á huganum og brjóta upp neikvæð hugsanamynstur. Jóga Nidra stuðlar einnig að auknu jafnvægi, betri svefni, dregur úr þunglyndi, kvíða og streitu, er endurnærandi, færir okkur meiri líkamsmeðvitund og vellíðan. Í Jóga Nidra getum við einnig losað út gömul áföll. Einn jóga nidra tími jafngildir 3 – 4 tíma svefni.

 

Listinn að slaka er kennt á vorönn (janúar - maí) og haustönn (september - desember)

Kennt verður að Tunguvegi 25, 108 Reykjavík, neðri hæð Bústaðakirkju, hægt að ganga meðfram kirkjunni á neðri hæðina. Næg bílastæði, dýnur, teppi og púðar á staðnum og yndisleg orka sem fylgir kirkjunni.

Orkustöðvarnar og eiginleikar þeirra ~ vinnustofa

Orðið chakra þýðir hjól á Sanskrit, orkustöðvarnar eru hringlaga og snúast eins og hjól réttsælis, rangsælis eða þær geta líka verið stopp. Við erum með sjö megin orkustöðvar og hver orkustöð hefur tengsl við ákveðin líffæri og líkamsstarfsemi og ef þær eru í ójafnvægi getum við þróað með okkur kvilla, sjúkdóma og ójafnvægi á líkama og sál. Ef orkustöðvarnar eru opnar og í flæði erum við í jafnvægi, uppfull af orku, hamingjusöm og finnum innri ró.

Orkustöðvarnar endurspegla þær ákvarðanir sem við tökum og hvernig við bregðumst við lífinu í mismunandi aðstæðum. Skilningur á orkustöðvunum getur gefið þér innsýn í undirvitundina og meiri skilning á sjálfum þér og fólkinu í kringum þig.

Í þessari vinnustofu förum við yfir 7 helstu orkustöðvarnar, hvaða líffærum þær tengjast og hvaða áhrif það hefur á okkur ef þær eru stíflaðar. Hvaða aðferðir við getum notað til þess að losa stíflur og koma jafnvægi á orkustöðvarnar. Við gerum jóga og hugleiðslur og endum síðan vinnustofuna á jóga nidra djúpslökun og förum í gegnum orkustöðvarnar.

Lærðu að stilla innri strengi ~ vandamál eru blekkingar hugans ~ vinnustofa

Hugurinn er eins og hljóðfæri, lærðu að stjórna honum en hann ekki þér.

Í þessari vinnustofu förum við yfir hvaða áhrif hugsanir hafa á líf okkar og hvernig við stjórnumst af þeim. Viltu læra að vera meðvitaðari um hugarfar þitt og læra aðferðir til þess að vera í núvitund?

Í þessari vinnustofu verður fræðsla, við lærum öndunaræfingar og allt um hugleiðslu og hvaða áhrif hugleiðsla hefur á okkur.
Við lærum aðferðir til þess að byrja að taka eftir því hvernig hugurinn teymir okkur áfram á sjálfstýringu án þess að við tökum eftir því. Við lærum aðferðir til þess að losna hægt og rólega undan því að vera þrælar hugans. Allt sem við hugsum hefur áhrif á heilsu okkar en við getum notað hugsanir á jákvæðan hátt og dregið úr kvíða og streitu og hinum ýmsu kvillum og bætt svefn. Þú ert það sem þú hugsar – taktu meðvitaða ákvörðun um að læra að takast á við lífið á jákvæðan hátt.

Við endum vinnustofuna á Jóga Nidra djúpslökun. Þar sem við förum inn í kyrrðina handan hugans.