top of page

Afhverju 40 daga hugleiðsla?


Þegar við hugleiðum er gott að setja sér þann ásetning að hugleiða í 40 daga. Þannig sköpum við nýjan vana. Fyrst mótum við vanann og síðan mótar vaninn okkur. Samkvæmt jógafræðunum tekur 40 daga að brjóta upp vana, 90 daga að búa til nýjan vana, 120 daga að festa nýjan vana í sessi og1000 daga að verða meistari yfir nýjum vana.


Með því að hugleiða í 40 daga lærir þú sjálfsaga og finnur styrkin þinn. Með styrknum þínum lærir þú að gera þær breytingar sem þú vilt gera og þú lærir að komast í gegnum verkefni sem lífið gefur þér. Að hugleiða í 40 daga er krefjandi og ekki alltaf auðvelt, en þú getur það. Ef maður dettur út í einn dag þá byrjar maður að telja aftur. Að ná 40 daga hugleiðslu án þess að detta út í fyrsta skipti er sjaldgæft, sumir ná því strax en aðrir þurfa lengri tíma. Ef maður dettur út strax eða fljótlega er það allt í lagi, maður heldur samt áfram og byrjar að telja aftur, sleppir dómaranum á öxlinni og lítur á þetta sem langhlaup. Þetta er allt æfing, stundum gengur vel og stundum illa, en þannig er lífið líka. Gott er að halda dagbók þegar maður hugleiðir í 40 daga og skrifa niður það sem kemur upp í hugann hverju sinni.


Það hefur mismunandi áhrif á okkur hversu lengi við hugleiðum. Hérna er samantekt um hvað 3, 7, 11, 22 og 31 mínúta hefur á okkur þegar við hugleiðum:


3 mínútur - Hefur áhrif á blóðrásakerfið, blóðefnafræði og stöðugleika blóðsins. Aukið blóðflæði og eykur dreifingu taugaboðefna um líkamann.


7 mínútur - Heilabylgjur breytast úr beta bylgjum yfir í alfa (rólegri) og að lokum förum við yfir í djúpvaxandi delta bylgjur. Samtímis eykst styrkur segulkraftsins sem umlykur líkamann.


11 mínútur - Hefur áhrif á heiladingul, kirtla- og taugakerfi. Kemur jafnvægi á parasympatíska og sympatíska kerfið. Við fáum aukna orku.


22 mínútur - Neikvæðar hugsanir í undirvitundinni sem valda kvíða minnka. Við komum jafnvægi á hugarstarfsemina og upplifum hugarró


31 mínúta - Hefur áhrif á hugann, áruna og frumurnar. Kemur jafnvægi á innkirtlana og orkustöðvarnar.


Andlegur þroski gerist ekki í hugleiðslu eða á jógadýnunni heldur í lífinu sjálfu, hvernig við bregðumst við álagi og glímunni við lífsins verkefnum.


bottom of page