top of page

Hvað er yin jóga

Yin og Yang - hið fullkomna jafnvægi. Frumorkan okkar flæðir á milli þessara tveggja andstæðna til að halda jafnvægi. Það er ýmislegt sem getur hindrað þetta flæði í líkamanum og þegar ójafnvægi myndast á milli Yin og Yang þá getur það leitt til veikinda. Yang jóga (ashtanga, hatha, vinyasa) og aðrar líkamlegar æfingar vinna með alla vöðva líkamanns en í Yin jóga teygjum við og lengjum djúpvefi í líkamanum sem eru sjaldan notaðir. Þar vinnum við með liði, liðbönd, bein og tengivefi (facia) líkamanns. Þess vegna er gott að gera Yin æfingar á móti Yang æfingum. Með því eflum við jafnvægi líkamans. Í Yin jóga er mikið er lagt upp úr kyrrð og að hlusta á líkamann og þjálfa okkur í núvitund. Flestar æfingarnar eru gerðar liggjandi eða sitjandi og þeim er yfirleitt haldið frá einni mínútu upp í fimm mínútur í senn. Yin jóga eykur orkuflæði til líffæra og eflir orkuflæði líkamanns, nærir djúpvefi og er mjög endurnærandi. Með ástundun Yin jóga endurheimtir þú jafnvægi og vellíðan, dregur úr streitu og kvíða, eyður blóðflæði, bætir liðleika, losar um tengivefi og bætir hreyfanleika og lífsorkuna.


Eftir því sem að við eldumst minnkar hreyfigeta okkar og við verðum stirðari. Bein, sinar og tengivefir líkamanns verða viðkvæmari og bólgur geta myndast í líkamanum. Ef við erum með veikt stoðkerfi, höfum farið í aðgerð eða finnum fyrir minni hreyfanleika af einhverjum ástæðum þá er yin jóga ákjósanlegt til að styrkja og lengja vöðva á meðan flest önnur hreyfing á það til að stytta vöðvana þrátt fyrir að vera styrkja þá. Yin jóga er frábær viðbót fyrir alla sem vilja huga að líkama, huga og sál.Comments


bottom of page