Viðburðir

image_edited.jpg

Inn í kyrrðina & friðinn með Jóga Nidra djúpslökun

Opnir tímar alla fimmtudaga kl.19:00 frá 06.02 -  28.05. Með Jóga Nidra djúpslökun ætlum við inn í kyrrðina bak við hugann þar sem kyrrðin og friðurinn er. Jóga Nidra stuðlar að auknu jafnvægi, betri svefni, dregur úr þunglyndi, kvíða og streitu, er endurnærandi, færir okkur meiri líkamsmeðvitund og vellíðan. Í Jóga Nidra getum við einnig losað út gömul áföll.

Kennt á neðri hæð Bústaðakirkju, dýnur, teppi og púðar á staðnum. Notalegur salur og yndisleg orka frá kirkjunni.A.T.H ~ takmarkað pláss.


Stakur tími 2000kr. Greiðsla gildir sem skráning. Hægt að millifæra inn á 0324-26-490810 kt.490810-0640. Senda kvittun á hugarsetrid@gmail.com.

Meditation-and-brain-health.jpg

Lærðu að stilla innri strengi ~ Vandamál eru blekkingar hugans ~ Vinnustofa 17.03 kl.19 - 21

Hugurinn er eins og hljóðfæri, lærðu að stjórna honum en hann ekki þér.

Viltu læra að vera meðvitaðari um hugarfar þitt og læra aðferðir til þess að vera í núvitund? Við förum yfir hvaða áhrif hugsanir hafa á líf okkar og hvernig við stjórnumst af þeim. Oft erum við á sjálfstýringu án þess að taka eftir því. Allt sem við hugsum hefur áhrif á heilsu og vellíðan, við getum líka notað hugsanir á jákvæðan hátt og dregið úr kvíða og streitu. Þú ert það sem þú hugsar.

Kennt á neðri hæð Bústaðakirkju, dýnur, teppi og púðar á staðnum. Notalegur salur og yndisleg orka frá kirkjunni.


A.T.H ~ takmarkað pláss. Greiðsla gildir sem skráning. Verð 6.000 kr, millifærsla inn á 0324-26-490810 kt.490810-0640. Senda kvittun á hugarsetrid@gmail.com

mindfulness-meditation-1_edited.jpg

Úr streitu í hugarró og kyrrð með Jóga Nidra djúpslökun & hugleiðslu

Það er mikið um álag, áreiti, hraða og streitu í nútíma þjóðfélagi og það er mun auðveldara að villast af leið þar sem kröfurnar eru orðnar miklar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við augnablik og leyfa okkur að fara inn í kyrrðina þar sem við hættum að gera og leyfum okkur að finna og vera. Fara úr streitu í hugarró og kyrrð.

Á þessu 4 vikna námskeiði ætlum við læra aðferðir til þess að
draga úr streitu og öðlast hugarró. Tímarnir eru byggðir á fræðslu, hugleiðslu- og öndunaræfingum og jóga nidra djúpslökun.

Kennt verður 1x í viku á fimmtudögum kl. 17.15 - 18.30, á neðri hæð Bústaðakirkju, dýnur, teppi og púðar á staðnum. Notalegur salur og yndisleg orka frá kirkjunni.

A.T.H ~ takmarkað pláss. Greiðsla gildir sem skráning. Verð 12.000 kr, millifærsla inn á 0324-26-490810 kt.490810-0640. Senda kvittun á hugarsetrid@gmail.com