
Hvað get ég gert við kvíða og ótta
Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi og erfiðum aðstæðum í lífinu. Kvíðaviðbragðið hjálpar okkur að takast á við erfiðar...
Hugarsetrið er heilsuhof fyrir alla sem vilja mæta sjálfum sér í kærleika og tileinka sér jákvætt og uppbyggilegt hugarfar.
Hugarsetrið býður upp á námskeið sem byggja á vestrænum vísindum og austrænni visku. Einnig bjóðum við upp á endurnærandi einkatíma jóga nidra djúpslökun og hljóðheilun sem hjálpar þér að komast í andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Edith Gunnarsdóttir stofnaði Hugarsetrið árið 2012. Hún er með M.Sc. í heilbrigðisvísindum með áherslu á starfsendurhæfingu og B.Sc. í sálfræði og með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er hefur stundað jóganám í meira en 800 klst. og með kennsluréttindi í jóga, yin jóga, jóga nidra djúpslökun og gong hljóðheilun.
Edith hóf sitt innra ferðalag þegar hún lenti í andlegum og líkamlegum veikindum eftir áralanga streitu og álag. Bataferlið var langt og oft erfitt en vel þess virði. Hún fór að leita inn á við með ástundun hugleiðslu, jóga, djúpslökunar og ýmissa annarra meðferðarúrræða til að byggja líf sitt upp að nýju ásamt því að stunda útivist.