top of page

Fjallasetrið

Um okkur

Fjallasetrið er dótturfyrirtæki Hugarsetursins sem Edith Ó. Gunnarsdóttir stofnaði árið 2012. Edith hefur mikinn áhuga á heilsueflingu á fjöllum og útivist ásamt heilsusamlegum

lífsstíl með jóga og jóga nidra djúpslökun. Það er jafn mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu eins og líkamlegri.

Edith Gunnarsdóttir hefur margra ára reynslu í fjallaleiðsögn allt árið, vetrarferðum, jöklaferðum, sumarleyfisferðum, jógaferðum ásamt ökuleiðsögn og leiðsögn erlendis.

Hún lauk hluta af grunnþjálfun í Flugbjörgunarsveitinni, öðrum námskeiðum sem tengjast leiðsögn og vetrarfjallamennsku. Hún er einnig með réttindi í jöklaleiðsögn. Þar fyrir utan er hún menntuð í sálfræði og heilbrigðisvísindum ásamt því að vera með kennararéttindi í jóga og jóga nidra.

Edith hefur unnið hjá mörgum af stærstu ferðafélögum landsins. Hún rekur Hugarsetrið ásamt því að vera í göngu- og ökuleiðsögn. Ástríða hennar er jóga og útivist, hvort sem það eru fjallgöngur eða gönguskíði og ekkert er eins hressandi og vetrarútilegur.

_DSC2016a_edited_edited.jpg
MEDITATION-facebook-820x450 copy_edited.jpg

Rannsókn um jóga og jóga nidra

Meistaraverkefni hennar Edithar í heilbrigðisvísindum var rannsókn um áhrif jóga og jóga nidra á þunglyndi, kvíða og streitu: “Í fyrsta skipti fékk ég mikla von”. Hægt að lesa nár hér

 

Síðastliðin ár hefur hennar ástríða tengst því að hjálpa öðrum að sjá ljósið og leiðina í átt að jafnvægi, vellíðan og innri frið. “ Ekki setja lykilinn að hamingjunni í vasann hjá öðrum, því lykillinn að hamingjunni býr innra með þér”.

Hugarsetrið

Síðumúli 8, 2 hæð, 108 Reykjavík

Kennitala: 490810-0640

Netfang: hugarsetrid@gmail.com

Sími: 615-4700

Notendaskilmálar

  • Instagram
  • Facebook

©2022 Hugarsetrið

Fylgstu með og skráðu þig á póstlista!
bottom of page