top of page

Hugarró og slökun 14.11.22

Mánudögum og miðvikudögum kl.13.15 - 14.30. Tímabil 14.11 - 14.12

Hugarró og slökun 14.11.22

Á þessu námskeiði ætlum við að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Við lærum aðferðir til þess að sporna við álagi og streitu í daglegu lífi. Með því að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans með jóga nidra djúpslökun hvetjum við líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi. Með því að iðka hugleiðslur og gera öndunaræfingar öðlumst við hugarró. Með því að stunda jóga nida þá erum við að endurnæra líkama og sál.

Námskeiðið hentar fyrir þau sem upplifa álag og streitu í lífi og/eða starfi og vilja tileinka sér aðferðir til að ná fyrra jafnvægi .Það þarf enga kunnáttu í jóga eða hugleiðslu til að taka þátt. Námskeiðið hentar öllum.

Tímarnir eru byggðir upp með fræðslu sem getur stuðlað að betri líðan. Kenndar eru hugleiðslu- og öndunaræfingar og tímarnir enda á jóga nidra djúpslökun þar sem áhersla er lögð á kyrrð og ró í hlýlegu rými þar sem hægt er að endurnæra líkama og sál.

Stuðst er við hugmyndafræði úr sálfræði, núvitund og jógaheimspeki. Jóga nidra þýðir jógískur svefn og mætti líkja við liggjandi leidda hugleiðslu, þar sem viðkomandi kemur sér þægilega fyrir án allra truflana og lætur leiða sig inn í kyrrðina handa hugans. Jóga nidra er ævaforn tækni sem er mjög streitulosandi og endurnærandi fyrir líkama og sál.

Verð 31.000 kr.

bottom of page