Listin að slaka vorönn 2023
30.1 - 15.5.2023
Listin að slaka:
Á þessu námskeiði ætlum við að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Við lærum aðferðir til þess að sporna við álagi og streitu í daglegu lífi. Með því að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans með jóga og jóga nidra djúpslökun hvetjum við líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi. Með því að gera öndunaræfingar og stunda hugleiðslu öðlumst hugarró. Með yin jóga teygjum erum við að auka hreyfanleika líkamanns. Með því að stunda jóga nidra þá erum að endurnæra endurnæra líkama og sál.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar þeim sem vilja hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Fyrir þau sem upplifa álag og streitu í lífi og/eða starfi og vilja tileinka sér aðferðir til ná fyrra jafnvægi. Það þarf enga kunnáttu í jóga eða hugleiðslu til að taka þátt, námskeiðið hentar öllum.
Markmið:
Að þátttakendur læri aðferðir með yin jóga, núvitund, jóga nidra, hugleiðslu- og öndunaræfingar til þess að upplifa hugarró og slökun, andlegt jafnvægi og vellíðan.
Uppbygging:
Í hverjum tíma eru gerðar mjúkar jógateygjur til að auka liðleika líkamanns.
Í hverjum tíma eru gerðar einfaldar hugleiðslu- og öndunaræfingar sem við getum nýtt í daglegu lífi til þess að öðlast hugarró. Síðan er farið í jóga nidra djúpslökun þar sem áhersla er lögð á kyrrð og ró í hlýlegu rými þar sem við getum endurært líkama og sál.
Hugmyndafræði:
Stuðst er við hugmyndafræði úr yin jóga, núvitund og jóga nidra. Í yin jóga lengjum við djúpvefi í líkamanum sem bæta hreyfanleika. Þar vinnum við með liði, liðbönd, bein og tengivefi (facia) líkamanns.Jóga nidra þýðir jógískur svefn og er ævaforn tækni til að sameina hugleiðslu og slökun. Jóga nidra mætti líkja við liggjandi leidda hugleiðslu þar sem viðkomandi kemur sér þægilega fyrir án allra truflana og lætur leiða sig inn í kyrrðina handan hugans. Jóga nidra er talið vera mjög streitulosandi og endurnærandi fyrir andlega og líkamlega heilsu.
Edith Gunnarsdóttir gerði fyrstu íslensku rannsóknina um áhrif jóga og jóga nidra. Hún hannaði sérstakt jóganámskeið fyrir rannsóknina og niðurstöður sýndu meðal annars að þátttakendur drógu úr einkennum þunglyndis, kvíða og streitu ásamt því að bæta og andlega og líkamlega líðan.
Kennari:
Edith Gunnarsdóttir, MS.c Heilbrigðisvísindum, BSc Sálfræði, jóga og jóga nidra kennsluréttindi