top of page

Að endurvekja lífskraftinn - 17. mars 2025

Lýsing:

Markmiðið er að skapa djúpa slökun, innri ró og betri líðan með því að sameina öflugar aðferðir sem auðvelt er að yfirfæra á daglegt líf. Þátttakendur öðlast reynslu og valdeflandi verkfæri til að efla jákvæða heilsu og vellíðan, bæði til skamms og langs tíma. Í gegnum námskeiðið fá þátttakendur tækifæri til að:
• Læra aðferðir til að draga úr streitu og álagi í daglegu lífi.
• Byggja upp innri ró og jafnvægi.
• Upplifa verkfæri sem stuðla að betri líkamlegri og andlegri heilsu.
Kennslan hentar öllum, óháð fyrri reynslu eða bakgrunni, sem vilja staldra við, endurheimta orku og öðlast nýjar leiðir til vellíðunar. Þetta námskeið er tækifæri til að stíga út úr hraða hversdagsins og tileinka sér hugleiðslu, jóga og slökun sem leiðir til meiri vellíðunar og vonar í lífinu. Hentar fyrir alla sem vilja auka vellíðan og jafnvægi.

 

Fjöldi skipta: Námskeiðið er 4 vikur í senn á mánudögum og miðvikudögum kl.9-12, samtals 8 skipti og 24 klst. Lágmarksfjöldi á námskeið eru 8 manns.

Hugmyndafræði:

Hugmyndafræði: Hugarsetrið í samstarfi við Hugarþol byggir námskeiðið á heildrænni nálgun sem sameinar hugmyndafræði úr einu íslensku rannsókninni um áhrif jóga og jóga nidra “Í fyrsta skipti fékk ég mikla von”. Rannsóknin var birt í erlendu tímariti. Niðurstöður sýndu hvernig þetta sérhæfða námskeið dró úr streitu, kvíða og þunglyndi á aðeins 10 vikum. Námskeiðið byggir á jóga nidra, jóga, hugleiðslu, öndunaræfingum og nálgunum byggðar á vísindum úr heilbrigðisvísindum með áherslu á endurhæfingu um heilsu og vellíðan eru notaðar til að stuðla að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Markmiðið er að styðja við heilbrigt jafnvægi á milli líkama og hugar.

Þessi nálgun styður einstaklinga í að stilla sinn innri áttavita og efla þannig vitund sína og ábyrgð, skapa rými fyrir viðhorfsbreytingar og öðlast varanlegar breytingar í sínu lífi. Með því að veita hugsunum, tilfinningum og viðhorfi sérstaka athygli ryðjum við vegin fyrir þátttakendur til að nýta eigin styrkleika og verkfæri námskeiðsins til að stuðla að auknum lífsgæðum og sjálfbærri vellíðan. Með þessari heildrænu nálgun er þátttakendum veitt innsýn og verkfæri til að efla heilsu, vellíðan og innri ró í daglegu lífi.

Þetta námskeið er frábær byrjun fyrir jóga eða jóga nidra námskeið og tilvalið að koma á hugarró og slökun (Hugarsetrið) í kjölfarið. Þá hafa þátttakendur fengið fræðslu um rannsóknina og hvað er að gerasta í líkamamanum þegar þú stundar jóga nidra. Flest allir sem hafa komið á Hugarró og slökun hafa sýnt rannsókninni mikinn áhuga og vilja fá nánari fræðslu um hana.

Leiðbeinendur:

Edith Gunnarsdóttir stofnaði Hugarsetrið árið 2012. Hún er með M.Sc. í heilbrigðisvísindum með áherslu á starfsendurhæfingu og B.Sc. í sálfræði og með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er búin að taka meira en 800 klukkustunda jógakennaranám og með kennsluréttindi í jóga, yin jóga, jóga nidra djúpslökun og gong hljóðheilun. Edith er með eina gagnreynda jóganámskeiðið á Íslandi sem einblínir sérstaklega á áhrif jóga og jóga nidra á kvíða, streitu og þunglyndi. Námskeiðið er byggt upp á hennar eigin rannsókn og vísindalegum grunni sem sýnir fram á jákvæð áhrif þessara aðferða á andlega og líkamlega heilsu.

Kolbrún Magnúsdóttir stofnaði Hugarþol 2023. Hún er með M.Sc. í mannauðsstjórnun og hefur lokið grunn og framhaldsnámi í markþjálfun, er með ACC vottun frá ICF (International coach federation), er með um 400 klst marþjálfatíma og endurnýjaði vottunina í byrjun árs 2024. Hún hefur lokið 250 klst jógakennaranámi og er með kennsluréttindi sem jógakennari og jóga nidra kennari. Kolbrún hefur einnig starfað sem kennari i markþjálfanámi hjá Profectus, er mentormarkþjálfi hjá Virkja og hefur starfað í mannauðs- og fræðslumálum í yfir 10 ár.

 

Verð: 99.900 kr

*Námskeiðið er samþykkt af Virk Starfsendurhægingarsjóði og hægt að sækja um í gegnum þau

 

Skráning: senda tölvupóst á hugarsetrid@gmail.com

Hugarsetrið

Síðumúli 8, 2 hæð, 108 Reykjavík

Kennitala: 490810-0640

Netfang: hugarsetrid@gmail.com

Sími: 615-4700

Notendaskilmálar

  • Instagram
  • Facebook

©2022 Hugarsetrið

Fylgstu með og skráðu þig á póstlista!
bottom of page