top of page

Ráðgjöf og einkatímar

Ráðgjöf

Edith Ólafia Gunnarsdóttir er með B. Sc í sálfræði, er að útrskrifast með M. Sc í heilbrigðisvísindum vor 2020 með áherslu á starfsendurhæfingu og hún er með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún býður upp á ráðgjöf til að efla jafnvægi, vellíðan og sátt í lífi og starfi og meðferðarúrræði til að takast á við meðvirkni.

Andleg og líkamleg vellíðan er undirstaða lífsgæða og lífsánægju. En það þýðir ekki að við eigum að vera laus við geðraskanir eða aðra kvilla, heldur að læra að finna jafnvægi í ójafnvæginu og finna styrkleikana til að takast á við verkefni lífsins á jákvæðan hátt og geta átt í heilbrigðum samskiptum. Oft eru það gömul áföll, kvíði, streita, þunglyndi, áhyggjur og ýmsir kvillar sem hindra okkur í að upplifa jafnvægi og vellíðan. Við getum verið föst í gömlu hugsunarmynstri og gömlum ávana og oft erum við á sjálfstýringu án þess að gera okkur grein fyrir því. Öll búum við yfir innri styrkleikum sem geta stutt okkur í því að ná jafnvægi og blómstra í lífi okkar og starfi.

Meðvirkni er viss röskun þar sem fólk reynir að bera ábyrgð og/eða stjórna hegðun annarra og/eða stjórnast af hegðun og líðan annarra. Oft er auðvelt að sjá meðvirkni í öðrum en ekki hjá sjálfum sér. Einkenni meðvirkni geta verið meðal annars erfiðleikar við að upplifa gott og heilbrigt sjálfsmat. Einstaklingurinn getur átt erfitt með að elska sjálfan sig og átt í erfiðleikum með að setja heilbrigð og virk mörk og þar með getur hann átt í erfiðleikum með að vernda sjálfan sig. Hér koma einnig til erfiðleikar með að þekkja sjálfan sig, hugsanir sínar og tilfinningar og deila þeim með öðrum ásamt  erfiðleikum við að gangast við og sinna eigin þörfum og löngunum. Einkenni meðvirkni geta haft áhrif á þroska einstaklinga jafnvel á fullorðinsárum og þarfnast úrvinnslu til að auka sjálfsþekkingu, sjálfsvirðingu, samskiptagetu, lífsgæði og sátt við sjálfan sig og lífið.

Hægt er að panta tima á hugarsetrid@gmail.com eða í s.615-4700

Einkatímar

Edith Ólafía Gunnarsdóttir er búin með yfir 800 klst nám í jóga með kennararéttindum, jóga nidra djúpslökun og réttindi til dáleiðslu. Hún spilar einnig á Gong. Hún býður upp á einkatíma í jóga, jóga nidra djúpslökun, dáleiðslu og gong tónheilun

Gong slökun hefur mjög heilandi áhrif á líkama, huga og sál. Gong slökun er mjög heilandi, styrkir taugakerfið, frábært gegn streitu, kvíða, þunglyndi og neikvæðu hugsanamynstri. Minnkar spennu, kemur jafnvægi á streituhormón, eykur endrófín í líkamanum,  styrkir ónæmis- og innkirtlakerfi og eykur meltinu. Einstaklingar upplifa mjög djúpa og endurnærandi slökun í kjölfarið og mikla vellíðan.

Dáleiðslumeðferð byggir á að breyta á óbeinan hátt tilfinningum, hegðun og viðhorfum. Við dáleiðslu breytist vitundarástand einstaklings og einbeiting og sefnæmi eflist. Sem gerir það að verkum að viðkomandi á auðveldara með að gera breytingar, tileinka sér ný viðhorf og breyta hugsun og hegðun. Dáleiðsla einkennist oft af góðri slökun og flestir upplifa hana sem einstaklega þægilega. Dáleiðsla nýtist oft vel við kvíða, depurð, streitu, sársauka, ýmiss konar ávana og sjálfstyrkingu.

Hægt er að panta tíma á hugarsetrid@gmail.com eða í s.615-4700

bottom of page